Jassim með endurbætt tilboð í United

Það verður spennandi að sjá hver mun verða nýr eigandi …
Það verður spennandi að sjá hver mun verða nýr eigandi Manchester United. AFP/Oli Scarff

Sheikh Jassim bin Hamad Al Thani hefur lagt fram nýtt tilboð í enska knattspyrnufélagið Manchester United. Hann er ekki sá eini sem hefur lagt fram endurbætt boð í félagið en talið er að Glazers-fjölskyldan, núverandi eigendur United, séu tilbúin að selja.

Ásamt Jassim hafa borist tilboð frá bæði Sir Jim Ratcliffe og finnska viðskiptajöfrinum Thomas Zilliacus. Talið er að Glazer-fjölskyldan vilji fá um 6 milljarða punda fyrir félagið en hæsta boð til að byrja með var í kringum 4,5 milljarð. 

Nú er boltinn því aftur kominn til Glazer-fjölskyldunnar og Raine-group, fyrirtækisins á bakvið Manchester United, að ákveða hvort tilboðin séu fullnægjandi. Ef svo er má gera ráð fyrir að söluferlið fari á fullt en ef ekki þurfa Sheikh Jassim og Sir Jim Ratcliffe líklega að bjóða í þriðja sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert