Varnarmaður Chelsea dregur sig úr hópnum vegna meiðsla

Reece James á æfingu enska landsliðsins á miðvikudag.
Reece James á æfingu enska landsliðsins á miðvikudag. AFP/Paul Ellis

Reece James, varnarmaður Chelsea, hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum vegna meiðsla.

James bætist þar í hóp fjölda leikmanna sem getur ekki leikið með Englandi gegn Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins en áður höfðu þeir Marcus Rashford, Mason Mount og Nick Pope dregið sig úr hópnum.

Þá hefur Jordan Henderson verið að glíma við veikindi og Jude Bellingham meiddist í leiknum gegn Ítalíu á fimmtudag. Einnig verður Luke Shaw í leikbanni gegn Úkraínu.

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur sagt að hann ætli sér ekki að kalla inn leikmann í stað James.

mbl.is