Líklegastur til að taka við Tottenham

Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann. AFP/Ina Fassbender

Þýski knattspyrnustjórinn Julian Nagelsmann þykir líklegastur til þess að taka við sem stjóri Tottenham samkvæmt enskum veðbönkum.

Tottenham er án knattspyrnustjóra eftir að Antonio Conte var rekinn frá félaginu í gær en þeir Ryan Mason og Christian Stellini munu stýra liðinu út yfirstandandi keppnistímabil.

Félagið ætlar sér að ráða nýjan stjóra í sumar en Nagelsmann var rekinn sem stjóri Bayern München á dögunum.

Mauricio Pochettino er næstlíklegastur til þess að taka við liðinu á nýjan leik samkvæmt enskum veðbönkum en hann stýrði liðinu á árunum 2014 til 2019.

Þá hafa þjálfarar á borð við Luis Enrique, Sergio Conceicao og Thomas Frank einnig verið nefndir til sögunnar sem mögulegir stjórar liðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert