Silva kærður fyrir ummæli um dómara

Marco Ellis fær fylgd af varamannabekk Fulham eftir að hann …
Marco Ellis fær fylgd af varamannabekk Fulham eftir að hann fékk rauða spjaldið á Old Trafford. AFP/Paul Ellis

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Marco Silva, knattspyrnustjóra Fulham, til aganefndar sambandsins vegna ummæla hans á blaðamannafundi.

Silva var heitt í hamsi eftir ósigur Fulham gegn Manchester United, 3:1, á Old Trafford í átta liða úrslitum bikarkeppninnar fyrr í þessum mánuði.

Þegar Fulham var með forystu, 1:0, þegar langt var liðið á leikinn, fékk liðið á sig vítaspyrnu og í kjölfarið þrjú rauð spjöld. Silva fékk eitt þeirra fyrir mótmæli.

Ummæli hans eftir leikinn þóttu síðan ástæða til kæru en knattspyrnusambandið segir að hann hafi með þeim dregið heilindi dómarans í efa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert