Miðjumaður City er ekki til sölu

Kalvin Phillips gekk til liðs við Manchester City síðasta sumar.
Kalvin Phillips gekk til liðs við Manchester City síðasta sumar. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnumaðurinn Kalvin Phillips er ekki til sölu en hann er samningsbundinn Englandsmeisturum Manchester City.

Það er Football Insider sem greinir frá þessu en Phillips, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við City frá uppeldisfélagi sínu Leeds síðasta sumar fyrir 45 milljónir punda.

Miðjumaðurinn hefur verið óheppinn með meiðsli á yfirstandandi keppnistímabili og á enn þá eftir að byrja sinn fyrsta leik fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmaðurinn er sagður vilja yfirgefa félagið í sumar þar sem hann vill spila reglulega en hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði enska landsliðsins undanfarin ár.

Phillips er samningsbundinn City til sumarsins 2028 en hann á að baki 26 A-landsleiki fyrir England.

mbl.is