Frá Liverpool til Newcastle?

Joe Gomez er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2027.
Joe Gomez er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2027. AFP/Paul Ellis

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Newcastle hafa mikinn áhuga á Joe Gomez, varnarmanni Liverpool.

Þetta tilkynnti umboðsmaður hans, Haydn Dogde, í samtali við vefmiðilinn CaughtOffside, en Gomez hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool á yfirstandandi keppnistímabili.

Miðvörðurinn, sem er 25 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Charlton sumarið 2015 en alls á hann að baki 171 leik fyrir félagið í öllum keppnum.

Jamal Lascelles mun að öllum líkindum yfirgefa Newcastle í sumar þegar samningur hans rennur út og horfa forráðamenn Newcastle til Gomez til þess að fylla skarð Lascelles.

Gomez er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2027 en talið er að Liverpool vilji fá í kringum 30 milljónir punda fyrir leikmanninn.

mbl.is