Lækkar um 423 milljónir í launum

Það ætti að fara ágætlega um Thomas Tuchel þó hann …
Það ætti að fara ágætlega um Thomas Tuchel þó hann sé búinn að lækka nokkuð í launum. AFP/Michaela Rehle

Knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel er á umtalsvert lægri launum hjá þýska stórliðinu Bayern München en hann var á hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en samningur Thuchels við Chelsea færði honum í kringum 13 milljónir punda í árslaun, eða rúmlega 2,1 milljarð íslenskra króna.

Hjá Bayern München mun hann þéna í kringum 10,5 milljónir punda eða tæplega 1,8 milljarða íslenskra króna.

Hann lækkar því um tæplega 423 milljónir í launum en Tuchel hefur verið án starfs síðan hann var rekinn sem stjóri Chelsea í september á síðasta ári.

mbl.is