Mál Gylfa Þórs áfram á borði saksóknara

Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. AFP

Mál knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðssonar er enn á borði saksóknaraembættis bresku krúnunnar.

Þetta kom fram í skriflegu svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins en Gylfi Þór, sem er 33 ára gamall, var handtekinn í júlí sumarið 2021 fyrir brot gegn ólögráða einstaklingi.

Í febrúar á þessu ári bárust fréttir af því að leikmaðurinn væri sakaður um ítrekuð kynferðisbrot og að málið væri komið inn á borð saksóknarembættisins.

Engar nýjar vendingar

„Það eru engar nýjar vendingar í þessu máli,“ sagði í svari embættisins við fyrirspurn Fréttablaðsins.

„Við getum ekki komið með nákvæman tímaramma á því hvenær ákvörðun verður tekin,“ segir enn fremur í svari embættisins.

Gylfi Þór, sem er 33 ára gam­all, hef­ur verið laus gegn trygg­ingu allt frá því að hann var hand­tek­inn þann 16. júlí.

Hef­ur það fyr­ir­komu­lag verið fram­lengt nokkr­um sinn­um en hann hef­ur verið í far­banni frá því í júlí 2021.

mbl.is