Glæsileg mörk í viðureigninni í gegnum árin (myndskeið)

Á sunnudag mætast Newcastle United og Manchester United í athyglisverðum slag í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla.

Í gegnum árin hefur fjöldi stórglæsilegra marka litið dagsins ljós þar sem eldri kempur á við Eric Cantona og Alan Shearer hafa vitanlega komist á blað en leikmenn á við Yohan Cabaye og Bruno Fernandes sömuleiðis á undanförnum árum.

Úrvalsdeildin hefur tekið saman tíu fallegustu mörkin í viðureign Newcastle og Man. United í rúmlega 30 ára sögu deildarinnar, og má sjá þau í spilaranum hér að ofan.

mbl.is