Kom meiddur heim úr landsliðsverkefni

Naby Keita meiddist í landsleik með Gíneu.
Naby Keita meiddist í landsleik með Gíneu. AFP/Paul Ellis

Naby Keita, miðjumaður Liverpool, leikur ekki með liðinu þegar það heimsækir Englandsmeistara Manchester City í stórleik í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.

Keita er að glíma við vöðvameiðsli sem hann varð fyrir í landsliðsverkefni með Gíneu í vikunni.

Þessu greindi Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, frá á blaðamannafundi í dag.

Þar sagði hann einnig að Luis Díaz væri ekki byrjaður að æfa af fullum krafti með liðinu og verði því ekki með á morgun.

Thiago er sömuleiðis fjarri góðu gamni og hefur æfingar í næstu viku, að því er Klopp vonar.

mbl.is