City fór illa með Liverpool

Leikmenn City fagna jöfnunarmarkinu.
Leikmenn City fagna jöfnunarmarkinu. AFP/Paul Ellis

Englandsmeistarar Manchester City fóru illa með Liverpool er liðin mættust á Etihad-vellinum í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Urðu lokatölur 4:1.

City var sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og kom Mohamed Salah Liverpool yfir á 17. mínútu, gegn gangi leiksins. Hann kláraði þá afar vel í teignum eftir að Diogo Jota slapp í gegn og lagði boltann á Egyptann.

Það tók City ellefu mínútur að jafna verðskuldað. Argentínumaðurinn Julián Álvarez lagði þá lokahönd á glæsilega sókn heimamanna með marki af stuttu færi eftir sendingu frá Jack Grealish. Var staðan í leikhléi 1:1, þrátt fyrir að City hafi verið sterkari aðilinn.

Seinni hálfleikur var tæplega mínútu gamall þegar Kevin De Bruyne bætti við öðru marki City og kom heimamönnum yfir. Markið var svipað og það fyrsta hjá City, en De Bruyne kláraði úr teignum eftir sendingu frá Ryiad Mahrez.

Aðeins sjö mínútum síðar bætti Ilkay Gundogan við þriðja marki City með skoti af stuttu færi eftir að Álvarez átti skot í varnarmann. City bætti við fjórða markinu á 74. mínútu er Grealish skoraði eftir undirbúning hjá Kevin De Bruyne og endanlega ljóst hvort liðið færi með sigur af hólmi, en fleiri urðu mörkin ekki. 

City fór með sigrinum upp í 64 stig og er nú fimm stigum á eftir Arsenal á toppnum. Liverpool er áfram í sjötta sæti með 42 stig.  

Mo Salah skorar fyrsta mark leiksins.
Mo Salah skorar fyrsta mark leiksins. AFP/Paul Ellis
Man. City 4:1 Liverpool opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is