Framtíð Everton í hættu?

Framtíð Everton gæti verið í hættu.
Framtíð Everton gæti verið í hættu. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur tapað 430 milljónum punda á síðustu fimm árum. Vegna þessa gæti framtíð félagsins verið í hættu, ef það fellur úr ensku úrvalsdeildinni, en liðið er í mikilli fallbaráttu.

Everton tapaði tæplega 45 milljónum punda á síðasta ári, en árið á undan tapaði félagið rúmum 120 milljónum punda. Félagið hefur eyddi um tíma umfram getu í launakostnað og leikmenn, sem það er enn að glíma við.

Félagið er sem stendur til rannsóknar hjá ensku úrvalsdeildinni vegna brot á fjárhagsreglum deildarinnar og þá er bygging nýs vallar félagsins á eftir áætlun. Er félagið því í vandræðum innan- sem utanvallar.

Sky Sports greinir frá því að framtíð félagsins gæti hreinlega verið í hættu ef félagið þarf að ganga í gegnum tekjumissinn sem fylgir því að falla úr úrvalsdeildinni.

Everton er sem stendur í 15. sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti, þegar liðið á tíu leiki eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert