Guardiola fagnaði framan í leikmann Liverpool

Pep Guardiola kátur á hliðarlínunni í dag.
Pep Guardiola kátur á hliðarlínunni í dag. AFP/Paul Ellis

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, var skiljanlega kátur er liðið hans jafnaði metin gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Spánverjinn fagnaði marki Julians Álvarez með því að horfa á varamenn Liverpool og fagna í andlitið á þeim, á meðan þeir gerðu sig klára til að hita upp.

Álvarez jafnaði í 1:1, eftir að Mo Salah hafði komið Liverpool yfir. Kevin De Bruyne, Jack Grealish og Ilkay Gundogan skoruðu fyrir City í seinni hálfleik og tryggðu liðinu 4:1-sigur. 

Gríski bakvörðurinn Kostas Tsimikas varð sérstaklega fyrir barðinu á Guardiola en mynd af spænska stjóranum fagna framan í Grikkjann má sjá hér fyrir neðan.

Guardiola fagnar framan í Kostas Tsimikas.
Guardiola fagnar framan í Kostas Tsimikas. Ljósmynd/BT Sports
mbl.is