Rodgers: Hafa gjörbreytt hugarfarinu

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Leicester, ræddi við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport. Á meðal umræðuefna var glæsilegt tímabil Arsenal til þessa, en liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Rodgers hrósaði hvernig innkoma þeirra Oleksandr Zinchenko og Gabriel Jesus hafi gjörbreytt hugarfarinu hjá Arsenal, en þeir eru báðir með reynslu af því að verða Englandsmeistarar með Manchester City.

Þá hrósaði Rodgers einnig Mikel Arteta, knattspyrnustjóra Arsenal, sem er að gera mjög góða hluti með liðið.

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert