Mac Allister verður leikmaður Liverpool

Alexis Mac Allister í leik með argentínska landsliðinu.
Alexis Mac Allister í leik með argentínska landsliðinu. AFP/Juan Mabromata

Alexis Mac Allister verður kynntur sem leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool fljótlega eftir að tímabilinu lýkur.

Þetta segir Gastón Edul, virtur blaðamaður hjá argentínska miðlinum TyC Sports.

Argentínumaðurinn Alexis Mac Allister hefur verið lykilmaður í skemmtilegu liði Brighton undanfarin ár og þá var hann einnig lykilmaður í argentínska landsliðinu þegar liðið vann HM í Katar undir lok síðasta árs.

Talið er að Mac Allister muni kosta Liverpool um 70 milljónir punda en Bítlaborgarfélagið ætlar að kaupa fleiri miðjumenn í sumar og hafa Moises Caicedo, leikmaður Brighton, og Manuel Ugarte, leikmaður Sporting Lisbon, verið nefndir sem möguleg skotmörk Jurgen Klopp og félaga í Liverpool.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert