Fimm mörk á Old Trafford (myndskeið)

Casemiro, Anthony Martial, Bruno Fernandes og Marcus Rashford skoruðu allir er Manchester United vann 4:1-heimasigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Með sigrinum gulltryggði Manchester United sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, eftir að hafa leikið í Evrópudeildinni á yfirstandandi leiktíð.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.

mbl.is