Barðist við tárin í viðtali eftir leik (myndskeið)

Rob Edwards með sigurverðlaunin á Wembley í kvöld.
Rob Edwards með sigurverðlaunin á Wembley í kvöld. AFP/Adrian Dennis

Rob Edwards, knattspyrnustjóri Luton Town, ræddi við Sky Sports eftir að liðið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni með sigri á Coventry í úrslitaleik umspilsins í B-deildinni á Wembley í kvöld.

Edwards var spurður út í fyrirliðann Tom Lockyer, sem hneig niður snemma leiks og var fluttur á spítala. Lockyer er á batavegi, en Edwards gat ekki falið tárin þegar hann talaði um fyrirliðann sinn.

„Álitið mitt á honum gæti ekki verið hærra. Ég er mjög glaður að það sé í lagi með hann,“ sagði Edwards, á meðan hann barðist við tárin. Viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is