Endurkoma og varið víti á Old Trafford (myndskeið)

Markvörðurinn David De Gea átti stóran þátt í 2:1-heimasigri Manchester United á Fulham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Kenny Tete kom Fulham yfir á 19. mínútu og Aleksandar Mitrovic fékk dauðafæri til að tvöfalda forskot Fulham úr víti, en De Gea varði mjög vel.

United nýtti sér þann meðbyr og Jadon Sancho og Bruno Fernandes sneru taflinu United í vil.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is