Náðu fagnaðarlátum Bjarna á myndband (myndskeið)

Bjarni Þór Viðarsson á Símanum sport er mikill stuðningsmaður enska úrvalsdeildarliðsins Everton, eftir að hann var á mála hjá félaginu á sínum yngri árum.

Everton bjargaði sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni með 1:0-heimasigri á Bournemouth í dag og Bjarni fagnaði markinu vel.

Myndskeið af Bjarna fagna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en það var sýnt á Vellinum á Símanum sport. Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is