Þrumufleygurinn sem hélt Everton uppi (myndskeið)

Malímaðurinn Abdoulaye Doucouré skoraði eitt mikilvægasta markið í sögu Everton er liðið vann 1:0-sigur á Bournemouth á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Markið nægði Everton til að ná í þrjú stig og halda sæti sínu í deildinni, eftir harða fallbaráttu. Everton hefði fallið með jafntefli og var því markið gulls ígildi.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is