Gylfi: Komdu honum í gang

Bjarni Þór Viðarson og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í lokaþætti Vallarins á Sím­an­um Sport í kvöld.

Meðal umræðuefna þeirra var Chelsea og framtíð þess en gengi liðsins á nýafstöðnu tímabili var arfaslakt þrátt fyrir að hafa eytt langmestu peningunum í leikmenn í janúarglugganum. 

Bjarni telur að þrátt fyrir öll leikmannakaupin vanti enn framherja, og að þeir séu búnir að tala um það í nokkur ár. Þá kom Gylfi með uppástungu að nota Belgann Romelu Lukaku sem er enn á mála hjá félaginu, og að koma honum í gang gæti verið góð áskorun fyrir nýja stjóra liðsins Mauricio Pochettino.

„Settu bara Lukaku þarna fram, hann mun skora helling af mörkum. Ég meina Pochettino það er bara áskorun, komdu honum í gang!“ sagði Gylfi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert