Valdi ekki Haaland bestan (myndskeið)

Bjarni Þór Viðarsson valdi ekki 36 marka manninn Erling Haaland sem leikmann ársins í ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. 

Bjarni og Gylfi Einarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í lokaþætti Vallarins og voru beðnir um að verðlauna meðal annars leikmenn og þjálfara ársins. 

Gylfi valdi líkt og flestir Norðmanninn Erling Haaland en Bjarni valdi í staðinn Spánverjann Rodri, annað árið í röð, og færði rök fyrir því. 

Myndskeiðið af verðlaunaafhendingunni má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert