Hættur eftir 19 ár í úrvalsdeildinni

Andre Marriner ræðir við leikmenn Liverpool.
Andre Marriner ræðir við leikmenn Liverpool. AFP

Einn reyndasti knattspyrnudómari Englendinga, Andre Marriner, hefur lagt flautuna á hilluna, 52 ára gamall.

Enska úrvalsdeildin skýrði frá þessu í dag en Marriner hefur dæmt í deildinni í 19 ár, samtals 391 leik, frá því að hann hóf ferilinn þar með því að dæma viðureign Charlton og Norwich árið 2004.

Marriner var FIFA-dómari í níu ár og dæmdi bæði í lokakeppni HM og EM. Hann mun starfa áfram að dómaramálum hjá enska knattspyrnusambandinu.

mbl.is