Young yfirgefur Villa öðru sinni

Ashley Young.
Ashley Young. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Ashley Young yfirgefur Aston Villa þegar samningur hans rennur út í sumar.

Young, sem verður 38 ára á árinu, gekk til liðs við Villa að nýju sumarið 2021 eftir ársdvöl hjá Inter Mílanó á Ítalíu.

Á undan því hafði hann leikið með Manchester United á árunum 2011 til 2020, þaðan sem hann var keyptur frá Aston Villa.

Young gekk upphaflega til liðs við Villa árið 2007 eftir að hafa hafið ferilinn hjá uppeldisfélagi sínu, Watford.

Alls lék hann tæplega 250 leiki fyrir Villa í öllum keppnum og skoraði í þeim 39 mörk.

„Allir hjá Aston Villa vilja færa Ashley innilegar þakkir fyrir þjónustu sína við félagið og óska honum alls hins besta í því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni,“ sagði í tilkynningu frá Villa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert