Chelsea hafnaði tilboði Brighton

Levi Colwill í baráttu við Taiwo Awoniyi í leik Brighton …
Levi Colwill í baráttu við Taiwo Awoniyi í leik Brighton & Hove Albion og Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. AFP/Geodd Caddick

Enska knattspyrnufélagið Chelsea hafnaði 30 milljóna punda tilboði Brighton & Hove Albion í enska miðvörðinn Levi Colwill.

The Athletic greinir frá.

Colwill lék með Brighton á nýafstöðnu tímabili að láni frá Chelsea og stóð sig afar vel er Brighton tryggði sér sæti í Evrópukeppni í fyrsta sinn í 122 ára sögu félagins með því að hafna í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Hann er tvítugur og á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Englands, auk þess sem Gareth Southgate, þjálfari A-landsliðsins, kveðst hafa fylgst náið með honum.

Chelsea vill halda Colwill í sínum röðum en samningur hans við uppeldisfélagið rennur út sumarið 2025.

Möguleiki á eins árs framlengingu er fyrir hendi en þá verður Colwill að spila ákveðið marga leiki fyrir liðið.

mbl.is