Brassinn líklegast ekki með á morgun

Antony meiddist í leiknum gegn Chelsea fyrir rúmri viku.
Antony meiddist í leiknum gegn Chelsea fyrir rúmri viku. AFP/Oli Scarff

Brasilíski kantmaðurinn Antony verður að öllum líkindum ekki með Manchester United í úrslitaleik liðsins í enska bikarnum í fótbolta gegn nágrönnum sínum í Manchester City á morgun. 

Frá þessu greindi knattspyrnustjóri United, Hollendingurinn Erik ten Hag, í dag en Antony meiddist nokkuð illa í leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudeginum fyrir viku og missti í kjölfarið af síðasta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni gegn Wolves á sunnudaginn var. 

Ten Hag var lengi bjartsýnn á að Antony myndi ná úrslitaleiknum en hann hefur ekki náð jafn miklum framförum og Hollendingurinn hafði vonað. 

„Antony á möguleika að spila, smá möguleika, en það verður að teljast ólíklegt,“ sagði ten Hag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert