Verður leikmaður Liverpool í vikunni

Alexis Mac Allister er að ganga til liðs vð Liverpool.
Alexis Mac Allister er að ganga til liðs vð Liverpool. AFP/Glyn Kirk

Argentínski knattspyrnumaðurinn Alexis Mac Allister er við það að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool.

Það er ítalski félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá þessu en Mac Allister, sem er 24 ára gamall, hefur verið sterklega orðaður við félagið undanfarnar vikur.

Hann er samningsbundinn Brighton en Liverpool mun borga upp samning hans hjá enska félaginu og er talið að kaupverðið verði í kringum 45 milljónir punda.

Romano greinir meðal annars frá því að hann sé búinn að semja við Liverpool um kaup og kjör og að tilkynnt verði um félagaskiptin eftir að miðjumaðurinn hefur gengist undir læknisskoðun hjá Liverpool.

Mac Allister hefur leikið með Brighton frá árinu 2019 en alls á hann að baki 112 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skorað 20 mörk. Þá varð hann heims­meist­ari með Arg­entínu í des­em­ber á síðasta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert