Ástralinn staðfestur sem stjóri Spurs

Ange Postecoglou er næsti knattspyrnustjóri Tottenham.
Ange Postecoglou er næsti knattspyrnustjóri Tottenham. AFP

Enska félagið Tottenham Hotspur staðfesti í dag að Ástralinn Ange Postecoglou tæki við sem knattspyrnustjóri félagsins þann 1. júlí.

Postecoglou er 57 ára gamall og hefur stýrt Celtic í Skotlandi með góðum árangri undanfarin tvö ár en liðið var meistari bæði árin og vann þrefalt í skoska fótboltanum á tímabilinu sem var að ljúka: deildina, bikarinn og deildabikarinn.

Hann var áður sigursæll þjálfari í heimalandi sínu og kom síðan Ástralíu á tvö heimsmeistaramót í röð sem landsliðsþjálfari. Postecoglou tók við Yokohama Marinos í Japan árið 2018 og gerði liðið að japönskum meistara árið 2019 en fór síðan til Skotlands árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert