Ég er að klípa sjálfan mig

Jarrod Bowen í einvígi við Tyrell Malacia í leik West …
Jarrod Bowen í einvígi við Tyrell Malacia í leik West Ham og Manchester United. AFP/Ian Kington

Knattspyrnumaðurinn Jarrod Bowen, kantmaður West Ham, er að farast úr spennu fyrir úrslitaleik Sambandsdeildarinnar á milli West Ham og Fiorentina sem fram fer í Prag í kvöld. 

Bowen segir sig og liðsfélaga sína vilja lyfta bikarnum fyrir stuðningsmennina sem hafa verið „ótrúlegir“ á hans þremur árum hjá Lundúnafélaginu. 

Ég er að klípa mig sjálfan úr spennu. Ég er búinn að vera hér í þrjú ár og ef þú hefðir sagt mér að við yrðum í einhverskonar úrslitaleik um Evrópubikar þá, þá hefði ég bitið af þér höndina!

Aðdáendurnir okkar eru ótrúlegir og við viljum vinna þennan bikar, ekki bara fyrir okkur, heldur aðallega fyrir stuðningsmennina,“ sagði Bowen að lokum í stuttu samtali við BBC. 

mbl.is