Kantmaður United til Þýskalands?

Anthony Elanga, til hægri, ásamt liðsfélaga sínum og nafna Anthony …
Anthony Elanga, til hægri, ásamt liðsfélaga sínum og nafna Anthony Martial. AFP/Darren Staples

Sænski knattspyrnumaðurinn Anthony Elanga, kantmaður Manchester United, gæti verið á leiðinni til þýsku bikarmeistara RB Leipzig í sumar. 

Frá þessu greina þýskir miðlar en Elanga hefur ekki fengið mikið af tækifærum undir stjórn Eriks ten Hag hjá Manchester-liðinu. 

United er sagt vilja á milli 13 og 17 milljóna punda fyrir leikmanninn sem á að baki tíu A-landsliðsleiki fyrir Svíþjóð. 

mbl.is