Vont verður verra hjá Leeds

Leeds féll og var síðan kært.
Leeds féll og var síðan kært. AFP/Oli Scarff

Enska knattspyrnufélagið Leeds var í dag kært vegna stuðningsmanns sem komst inn á völlinn eftir leik liðsins við Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði.

Stuðningsmaðurinn veittist að Eddie Howe, knattspyrnustjóra Newcastle, eftir 2:2-jafntefli liðanna á Elland Road í Leeds. Hann fékk lífstíðarbann frá leikjum félagsins í kjölfarið. 

Félagið hefur til 14. júní næstkomandi til að svara kærunni, en líklegt er að félagið verði úrskurðað til að greiða fjársekt.

Leeds féll úr deildinni eftir erfitt tímabil, en liðið var í þrjú ár í deild þeirra bestu, eftir 16 ára fjarveru. 

mbl.is