Fær tíuna hjá Liverpool

Argentínumaðurinn verður næsta tía hjá Liverpool.
Argentínumaðurinn verður næsta tía hjá Liverpool. Ljósmynd/Liverpool

Enski knattspyrnurisinn Liverpool hefur tilkynnt komu Argentínumannsins Alexis Mac Allister til félagsins. 

Mac Allister kemur til félagsins á 35 milljónir punda frá Brighton. Verðið gæti hins vegar hækkað alla leið upp í 55 milljónir punda með árangurstengdum greiðslum. 

Mac Allister hef­ur leikið með Bright­on frá ár­inu 2019 en alls á hann að baki 112 leiki fyr­ir fé­lagið þar sem hann hef­ur skorað 20 mörk. Þá varð hann heims­meist­ari með Arg­entínu í des­em­ber á síðasta ári.

Li­verpool var ekki lengi að velja núm­er á Arg­entínu­mann­inn en hann fær sögu­fræga núm­erð 10, sem Senegal­inn Sa­dio Mané lék síðast í. 

mbl.is