Hitti stjórann á djamminu um miðja nótt

Stuðningsmaður West Ham á djamminu í gær.
Stuðningsmaður West Ham á djamminu í gær. AFP/Stringer

Það var vægast sagt mikið fjör hjá leikmönnum, þjálfurum og starfsfólki West Ham eftir að enska knattspyrnufélagið tryggði sér sinn fyrsta titil í 43 ár í gær. 

West Ham vann þá Fiorentina, 2:1, í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu og tryggði sér í leiðinni sæti í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. 

Stuðningsmaður West Ham var á röltinu klukkan fjögur í nótt þegar hann rakst á Vladimir Coufal, Declan Rice og sjálfan knattspyrnustjórann David Moyes gangandi heim af djamminu. 

David Moyes skemmti sér svo sannarlega í nótt.
David Moyes skemmti sér svo sannarlega í nótt. AFP/Michal Cizek
mbl.is