United fylgist með danska Haaland

Rasmus Højlund, lengst til vinstri, er eftirsóttur.
Rasmus Højlund, lengst til vinstri, er eftirsóttur. AFP/Gabriel Bouyos

Danski knattspyrnumaðurinn Rasmus Højlund er á smásjá forráðamanna enska félagsins Manchester United. Højlund er tvítugur, mikill markaskorari og hefur verið líkt við hinn magnaða Erling Haaland.

Højlund skoraði þrennu í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með danska landsliðinu gegn því finnska í undankeppni Evrópumótsins á dögunum og hefur gert níu mörk í 32 leikjum með Atalanta í ítölsku A-deildinni á leiktíðinni.

Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane er efstur á óskalista United, en takist félaginu ekki að klófesta Tottenham-manninn gæti það snúið sér að Højlund eða Randal Muani hjá Frankfurt, en hann er landsliðsmaður Frakklands.

mbl.is