Aston Villa að fá nýjan leikmann

Youri Tielemans er að ganga til liðs við Aston Villa.
Youri Tielemans er að ganga til liðs við Aston Villa. AFP

Belgíski knattspyrnumaðurinn Youri Tielemans er að ganga til liðs við enska félagið Aston Villa. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu en samningur hans við Leicester City er að renna út.

Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili og ákvað Tielemans að yfirgefa félagið eftir að samningur hans rann út.

Tielemans er 26 ára miðjumaður sem kom til Leicester árið 2019 frá franska liðinu Mónakó og hefur hann unnið bæði ensku bikarkeppnina og Samfélagsskjöldinn með félaginu.

Aston Villa endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mun keppa í Sambandsdeildinni á næsta tímabili.

mbl.is