Orðinn verðmætastur í heimi

Norðmaðurinn Erling Haaland er orðinn dýrasti leikmaður heims.
Norðmaðurinn Erling Haaland er orðinn dýrasti leikmaður heims. AFP/Franck Fife

Norska knattspyrnustjarnan Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, er orðinn verðmætasti leikmaður heims samkvæmt nýjum lista CIES Football Observatory, sem byggir lista sinn upp á tölfræðilíkani. 

Haaland er metinn á 245 milljónir evra, eða hátt í 37 milljarði íslenskra króna, en samningsmál leikmanna eru tekin inn í verðmiðann. 

Næstir á eftir Norsaranum eru Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior, leikmaður Real Madrid, á 196 milljónir evra og Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, á 195 milljónir evra. Í fjórða sæti kemur svo Jude Bellingham, líklega verðandi leikmaður Real Madrid, á 190 milljónir evra. 

Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé, leikmaður París SG, er ekki nema í tíunda sæti, metinn á 163 milljónir evra. Það er aðallega vegna þess að samningur hans í París rennur út á næsta ári. 

Top tíu listinn í heild sinni:

1. Erling Haaland, Manchester City - 245 milljónir evra
2. Vinicius Júnior, Real Madrid - 196 milljónir evra
3. Bukayo Saka, Arsenal - 195 milljónir evra
4. Jude Bellingham, Dortmund - 190 milljónir evra
5. Rodrygo, Real Madrid - 184 milljónir evra
6. Pedri, Barcelona - 178 milljónir evra
7. Gavi, Barcelona - 174 milljónir evra
8. Jamal Musiala, Bayern München, 170 milljónir evra
9. Phil Foden, Manchester City, 166 milljónir evra
10. Kylian Mbappé, París SG, 163 milljónir evra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert