Orðinn verðmætastur í heimi

Norðmaðurinn Erling Haaland er orðinn dýrasti leikmaður heims.
Norðmaðurinn Erling Haaland er orðinn dýrasti leikmaður heims. AFP/Franck Fife

Norska knattspyrnustjarnan Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, er orðinn verðmætasti leikmaður heims samkvæmt nýjum lista CIES Football Observatory, sem byggir lista sinn upp á tölfræðilíkani. 

Haaland er metinn á 245 milljónir evra, eða hátt í 37 milljarði íslenskra króna, en samningsmál leikmanna eru tekin inn í verðmiðann. 

Næstir á eftir Norsaranum eru Brasilíumaðurinn Vinicius Júnior, leikmaður Real Madrid, á 196 milljónir evra og Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, á 195 milljónir evra. Í fjórða sæti kemur svo Jude Bellingham, líklega verðandi leikmaður Real Madrid, á 190 milljónir evra. 

Franska ofurstjarnan Kylian Mbappé, leikmaður París SG, er ekki nema í tíunda sæti, metinn á 163 milljónir evra. Það er aðallega vegna þess að samningur hans í París rennur út á næsta ári. 

Top tíu listinn í heild sinni:

1. Erling Haaland, Manchester City - 245 milljónir evra
2. Vinicius Júnior, Real Madrid - 196 milljónir evra
3. Bukayo Saka, Arsenal - 195 milljónir evra
4. Jude Bellingham, Dortmund - 190 milljónir evra
5. Rodrygo, Real Madrid - 184 milljónir evra
6. Pedri, Barcelona - 178 milljónir evra
7. Gavi, Barcelona - 174 milljónir evra
8. Jamal Musiala, Bayern München, 170 milljónir evra
9. Phil Foden, Manchester City, 166 milljónir evra
10. Kylian Mbappé, París SG, 163 milljónir evra

mbl.is