Eiður: Hvar er Haaland?

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um hve vel Julián Álvarez, leikmaður Manchester City í knattspyrnu, hefur staðið sig í fjarveru hins meidda Kevins De Bruyne og hve vel Álvarez og norski markahrókurinn Erling Haaland ná saman.

„Væri það ekki fyrsta hugsun ef maður væri að spila í þessu liði? Ég fæ boltann. Bíddu hvar er hann? Hvar er Haaland?“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen.

Umræðu Eiðs Smára, Gylfa Einarssonar og Tómasar Þór Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is