„Eina liðið sem getur barist við City“

Mohamed Salah og Darwin Núnez fagna gegn Aston Villa.
Mohamed Salah og Darwin Núnez fagna gegn Aston Villa. AFP/Paul Ellis

„Liverpool er eina liðið sem getur barist við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um ensku úrvalsdeildina.

Ósannfærandi Arsenal

Liverpool hefur farið vel af stað á tímabilinu og er með 10 stig í þriðja sætinu, tveimur stigum minna en Englandsmeistarar Manchester City.

„Arsenal hafa verið mjög ósannfærandi í þessum fyrstu leikjum sínum,“ sagði Hörður Snævar.

„Liverpool er með mjög gott lið og ef miðjukaupin heppnast þá og miðjan byrjar að tikka þá verða þeir alltaf í hálsmálinu á City,“ sagði Hörður Snævar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is