Alisson hjá Liverpool og Jordan Pickford hjá Everton hafa verið tveir af bestu markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta til þessa.
Fyrsti hluti deildarinnar er að baki og hafa nokkrar ótrúlegar markvörslur litið dagsins ljós til þessa í deildinni og eru þeir Alisson og Pickford áberandi í myndbandi yfir þær allra bestu.
Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.