Efast um ten Hag sem knattspyrnustjóra

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Glyn Kirk

„Ég efast alltaf meira og meira um hann sem knattspyrnustjóra,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um Manchester United.

Spilar alltaf

Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum hjá Manchester United sumarið 2022 en það hefur gustað hressilega í kringum félagið allt frá því að Hollendingurinn tók við.

„Allar þær mínútur sem hann hefur gefið Antony eru algjörlega óskiljanlegar,“ sagði Hörður Snævar.

„Ten Hag leggur mikið upp úr því að kaupa hann, hann hefur ekkert gert, en samt spilar hann alltaf,“ sagði Hörður Snævar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is