Callum Wilson var hetja Newcastle er liðið vann 1:0-heimasigur í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Wilson skoraði sigurmarkið af vítapunktinum eftir að Mark Flekken í marki Brentford braut klaufalega á Anthony Gordon innan teigs.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.