Glæsilegt sigurmark (myndskeið)

Sigurmark Arsenal gegn Everton á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag var sérlega  glæsilegt.

Leandro Trossard skoraði það eftir góðan undirbúning hjá Martin Ödegaard og Bukayo Saka og Arsenal vann sinn fjórða sigur í fyrstu fimm umferðunum.

Markið og helstu atvik leiksins má sjá í myndskeiðinu.

mbl.is