Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var alls ekki hrifinn af leikskipulagi Manchester United er liðið mátti þola 1:3-tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.
Jóhannes gagnrýndi hollenska stjórann í Vellinum á Símanum Sport í kvöld, en hann var gestur Tómasar Þórs Þórðarsonar í þættinum, eins og Bjarni Þór Viðarsson.
Innslag úr umræðu þeirra félaga um Manchester United má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.