Enska knattspyrnufélagið Chelsea hefur ekki byrjað vel á þessu tímabili og halda vandræðin á útivelli áfram eftir að liðið gerði 0:0 jafntefli við Bournemouth í dag.
Síðan Graham Potter var við stjórnvölinn og vann sína fyrstu útileiki með liðinu í október í fyrra hefur Chelsea einungis tekist að sigra tvo leiki á útivelli, fimm jafntefli og níu töp.
Sparkspekingur SkySports, Karen Carney, heldur því fram að leikmenn Chelsea reyni of mikið að skora hið fullkomna mark.
„Við vorum að tala um það allan leikinn, leikmennirnir þurfa að byrja skjóta boltanum, en ekki rekja hann endalaust og reyna finna hina fullkomnu sendingu. Mér finnst eins og Chelsea hafi reynt að búa til hið fullkomna fótboltalið með öllum þessum félagaskiptum og núna séu leikmennirnir að reyna skora fullkomin mörk. Ef ekki þá heldur liðið áfram að hlaupa á vegg sem þennan“.
Lesley Ugochukwu, leikmaður Chelsea, var 37. leikmaðurinn til þess að byrja leik fyrir Chelsea á árinu sem sýnir þá gífurlega breidd sem Pochettino, stjóri Chelsea, býr yfir í leikmannahópi sínum.
Næsti leikur Chelsea er á heimavelli þeirra gegn Aston Villa næstkomandi sunnudag.