Annar byrjunarliðsleikur Jóhanns

Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley í kvöld.
Jóhann Berg Guðmundsson er í byrjunarliði Burnley í kvöld. AFP/Paul Ellis

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í byrjunarliði Burnley sem mætir Nottingham Forest á útivelli í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:45.

Er um annan byrjunarliðsleik Jóhanns í deildinni á tímabilinu til þessa, en hann byrjaði einnig í 2:5-tapi liðsins gegn Tottenham í síðustu umferð. 

Burnley vann B-deildina með sannfærandi hætti á síðustu leiktíð, en hefur byrjað illa á núverandi tímabili í deild þeirra bestu. Er liðið enn án stiga eftir þrjá leiki og í næstneðsta sæti.

mbl.is