Glæsimark og mikil VAR-dramatík (myndskeið)

Lyle Foster var áberandi í seinni hálfleik er hann og liðsfélagar hans í Burnley gerðu 1:1-jafntefli á útivelli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Foster hélt hann væri að koma Burnley í 2:1 á 78. mínútu, en mark hans var dæmt af vegna hendi á Sander Berge í aðdragandanum. Hann lét svo skapið hlaupa með sig í uppbótartíma þegar hann fékk beint rautt spjald fyrir að veita mótherja olnbogaskot.

Fyrir það litu tvö falleg mörk dagsins ljós. Zeke Amdouni kom Burnley yfir á 41. mínútu og með góðu skoti, en Callum Hudson-Odoi jafnaði með stórglæsilegu marki á 61. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is