Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, ræddi í dag við fjölmiðla fyrir leik liðsins við Rauðu stjörnuna frá Serbíu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta sem fram fer annað kvöld.
City hefur farið gríðarlega vel af stað á tímabilinu og er eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir í ensku úrvalsdeildinni og var Guardiola spurður út í toppbaráttuna.
„Arsenal lék mjög vel í gær og er frábært lið. Liverpool er svo aftur í baráttunni og andinn er góður þar,“ byrjaði Guardiola. Blaðamaður skaut þá inn í og spurði um Manchester United.
Spánverjinn byrjaði að því að hlæja og svaraði svo: „Þetta hefur verið erfið byrjun, eins og hjá Chelsea, en þetta er alltaf Manchester United. Liðið mun finna taktinn,“ sagði sá spænski.
📈 "Sooner or later they will take the rhythm."
— Man United News (@ManUtdMEN) September 18, 2023
Pep Guardiola's thoughts on Man Utd's start to the season...#MUFC | #ManUtd pic.twitter.com/pwSfDKcXQh