Jói Kalli: Það sem maður vill sjá hjá Liverpool

Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um frammistöðu Liverpool í 3:1-sigri liðsins á Wolverhampton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardag.

Úlfarnir leiddu með einu marki í fyrri hálfleik eftir afleita frammistöðu Liverpool. Allt annað var hins vegar að sjá til þeirra rauðklæddu í síðari hálfleik.

„Það er einfaldur „diagonal“ bolti fyrir aftan vörn Úlfanna sem kveikir svolítið á þeim. Það er meiri ákefð og grimmd, þeir komast aftur fyrir vörn Úlfanna.

Þetta er það sem maður vill fá að sjá frá Liverpool, ekki þessa flatneskja, hægagangur og hik sem var í gangi í fyrri hálfleiknum,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, Jói Kalli, um muninn á frammistöðu Liverpool í fyrri og síðari hálfleik.

Umræðu Jóa Kalla, Bjarna Þórs Viðarssonar og Tómasar Þórs Þórðarsonar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is