Í Vellinum á Símanum Sport í gær var rætt um frammistöðu Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á tímabilinu til þessa.
Stigasöfnunin hefur verið góð, 13 af 15 mögulegum, en þykir Jóhannesi Karli Guðjónssyni, Jóa Kalla, og Bjarna Þór Viðarssyni sem spilamennskan hafi þrátt fyrir það ekki verið sem best.
„Það sem maður hræðist er að þetta Arsenal-lið, eins og það er samansett núna, verði hvergi nærri nálægt því að halda í við þetta City-lið,“ sagði Jói Kalli.
Umræðuna um Arsenal má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.