„Ég fæ bara tár í augun við tilhugsunina um að Klopp hætti einhvern tímann með Liverpool,“ sagði Heiðar Austmann, útvarpsmaður á K100, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um Liverpool.
Jürgen Klopp er samningsbundinn Liverpool til sumarsins 2026 og kvíða margir stuðningsmenn Liverpool fyrir deginum sem Þjóðverjinn lætur af störfum.
„Mér finnst hann svo geggjaður gæi og hann er frábær stjóri,“ sagði Heiðar.
„Tengdamamma er líka mjög skotin í honum, hún er með litla styttu af honum á náttborðinu heima hjá sér,“ sagði Heiðar meðal annars.